Translate

Tuesday, September 24, 2013

Septemberverkefnid í áskoruninni miklu

Á bloggsíðunni hnoðrar og hnyklar er í gangi áskorun. klára garnafganga.  Í hverjum mánuði vel ég verkefni og tek mynd af garninu sem ég ætla að prjóna úr.  Ég má ekki kaupa garn í verkefnið þannig að ég mun vinna í því að minnka garnfjallið sem er inni á skrifstofu.  Eiginmaðurinn verður ánægður með það hehe.
Í september ákvað ég að ganga í það að minnka eitthvað af lanettgarninu sem ég á. Ég ætlaði ekki að trúa því hvað ég ætti mikið aF LANETGARNI. Ég sá að ég ætti nokkra hnykla af kóngabláu og ákvað að skella í eina tinnu á 6-9 mánaða.

Hér má sjá garnið sem fer í peysuna  og fyrir nean er peysan sjálf.  Tók mig tæplega 10 daga ad klára hana :)







Af þessum 12 verkefnum þurfa 6 þeirra að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum

Þessi peysa uppfyllir eitt af þeim, tvíbandaprjón


 •  Afgangar: verkefnið þarf að vera að mestu leyti úr afgöngum.
 •  Í verkefnið þarf að nota annað hvort gataprjón eða kaðlaprjón.
 •  Í verkefninu þarf að vera tvíbandaprjón.
 •  Í verkefninu þurfa að vera a.m.k. fjórir litir.
 • Verkefnið (eða hluti þess) þarf að vera röndótt eða köflótt.
 • Í verkefnið þarf að nota einhvers konar lopa.
 • Í verkefninu þurf að vera myndprjónuð blóm eða ber.
 • Í verkefninu þarf að vera öðruvísi stroff (ekki 1x1 eða 2x2)
 • Í verkefnið þarf að nota sjálfmynstrandi garn (má vera handlitað).
 • Í verkefnið þarf að nota bæði hekl og prjón. 


 • Kærar kveðjur prjónarós og munið að þið getið talað við mig ef ykkur vantar góða peysu eða húfu til að gefa í gjöf, t.d. sængurgjöf




  No comments:

  Post a Comment