Translate

Monday, September 23, 2013

Pestó kjúklingur

mmmmmmmmmmmmmmmmmm kjúklingur er æði.  Það er hægt að matreiða hann á svo mismunandi vegu að það er alveg hreint unun.  Í þetta sinn valdi ég pestókjúklingur , ástæðan var einfaldlega sú að ég átti allt í hann í skápnum :)



Kjúklingabringur ( ég var með 4 i þetta sinn )
1 pestókrukkur (í þetta sinn notaði ég sólþurrkaða tómatapestó en það er líka vel hægt að nota grænt pestó)
2 msk olia (ég notaði ólivuoliu)
salt og pipar.
Tómatar
fetaostur

Pestóið, olían og salt og pipar blandað saman og kjúklingabringurnar velt upp úr pestóblöndunni. Tómatarnir skornir niður í þunnar sneiðar og sett ofan á bringurnar.
Fetaosturinn stráður ofan á allt saman
Inn í ofn , 200° í 45 mín

Borið fram með hrísgrjónum og salati :)



Verði ykkur að góðu :)


No comments:

Post a Comment