Translate

Monday, September 16, 2013

Allt heila settið :)

Hér sjáið þið settið sem sonur hennar Heklu systur og Úlfs fékk frá okkur fjölskyldunni og Benna.

Ein mynd í boði Kára Steins en hann tók mynd af Didda, sálarfélaga sínum og "afmælisbílnum (bretadrottning úr cars 2 en þar sem hún er með kórónu þá getur hún ekki annað en verið afmælisbíll ).  Settið lá þarna í bakgrunni.

Hann fékk 2 húfur haha.  Þegar ég hafði klárað fyrri húfuna þá sá ég að hún var ansi lítil og Hekla hafði sagt mér að hann væri höfuðstór þannig að ég ákvað að prjóna aðra stærri :)


No comments:

Post a Comment