Stóri strákurinn minn er að fara að byrja í skóla. Alveg ótrúlegt hehe. Eg ákvað að prjóna handa honum peysu sem hann geti verið í inni i skólanum :) Ég sá þessa sætu peysu a´forsíðu á Tinnu Ýr nr. 41 ( minnir mig, Kári Steinn reif forsíðuna af haha ). Ég hef reyndar prjónað hana áður á Kára Stein úr lanet garni en núna nota ég kambgarn. Ég nota líka stærri prjóna , nota prjóna nr. 3,5 og 4 i stað 2 og 2,5. Þetta kemur ansi vel út þótt ég segi sjálf frá.
Hérna sést peysan sem ég prjónaði handa Kára Steini, lanetull , prjónar nr 2 og 2,5 ( eilífðarverkefni ). Núna ætla ég að hafa hana opna með rennilás, mjög spennt að sjá hvernig hún muni koma út.
Ekki mikið eftir :)
No comments:
Post a Comment