Translate

Monday, July 9, 2012

Afmæliskaka



Tengdapabbi verður 60 ára á morgun en hann var með meiriháttar matarboð fyrir börn, tengdabörn og barnabörn á sunnudaginn ( fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina af nautakjötinu ).  Við Kiddi ákváðum að koma tengdapabba á óvart og bökuðum ( lesist ég bakaði og skreyti, Vikingur hjálpaði til við að baka og Kari þvældist fyrir ) handa honum tertu.  Auðvitað notaði ég tækifærið og æfði mig með sykurmassann og þar sem karlinn er mikill stjörnumaður þá varð það fyrir valinu.

Jarðaberjafromas

Uppskrift úr kökubók Hagkaups, bls. 22

Svambotnar :

4stk egg
150g sykur
100g Hveiti
50g kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft

Fromas :

250g ber, ég notaði frosin skógarber
2  msk sykur
6 stk matarlím
2 1/2 dl rjómi



Svampbotnar
  • Þeytið saman egg og sykur
  • Sigtið þurrefni saman við og blandið saman með sleikju
  • Setjið i 2 lausbotna 26 cm form
  • Bakið við 230°C í 8-10 mín
Fromas
  • Maukið 3/4 af berjunum i mixer, blandið sykri saman við.
  • Leysið upp matarlimið i köldu vatni og blandið saman við
  • Setjið restina af berjunum og blandið saman við'.
  • Þeytið rjomann og blandið svo saman við.
Setjið í springform og hafið efri botninn aðeins minni þannig að hann hverfi.  Setjið fromasinn ofan á neðri botninn, setjið næsta botn og svo rest af kreminu.
Kælið í 3-5 tíma eða yfir nótt.


Nokkrar myndir af rósunum sem ég gerði














No comments:

Post a Comment