Translate

Friday, March 14, 2014

Sjóræningjaafmæli

Það er svo mikið að gera hjá mér i skólanum þannig að bloggið mitt verður pínu útundan þessar vikurnar en ég er alls ekki búin að gleyma ykkur og ég er heldur ekki hætt.



Var ég einhvern tímann búin að sýna ykkur sjóræningjakökuna sem ég gerði fyrir 5 ára afmælið hans Víkings Atla ( hmmmm fyrir 2,5 ári síðan - næstum því 3 , úff hvað tíminn líður allt of hratt ).

Allavegana þegar Víkingurinn varð 5 ára var ég úti í Danmörku þannig að afmælið hans var haldið i september í stað lok ágúst.  Við áttum heima í Safamýrinni á þessum tíma i íbúð ömmu minnar og afa.  Fullt af plássi og ég fór dálítið offari í að bjóða gestum hahahaha.


Hérna sést í hluta af veisluborðinu.  Mikið er skemmtilegt að geta haft fallega hluti ( notaði stellið hennar ömmu ) og geta raðað á borðið þar sem nóg er af plássi.


Afmæliskakan hans Víkings Atla.
Sjóræningjaskip skyldi það vera.




Hér er afmælisbarnið stolta með fyrstu uppskriftabókina sína.  Það sem honum þykir gaman að baka og elda.








No comments:

Post a Comment