Translate

Wednesday, March 5, 2014

Öskudagur

Hér á bæ klæddu drengirnir sig upp í búninga eins og flest öll islensk börn í dag.  Kári Steinn verður Batman í dag og ætlar að bjarga öllum en ekki slást eins og hann tilkynnti í morgun og Víkingur Atli verður samúræji í dag.  Í gær var nú ekkki víst að Víkingurinn gæti orðið annað en Emil ( eins og seinustu 2 árin og það hefði verið fint fyrir budduna okkar hehe ) en hann harðneitaði að vera Emil í Kattholti.  Ég fór þvi með hann eftir skóla og sem betur fer voru nokkrir búningar eftir í hans stærð hehe.  Hann valdi þennan fína samúræja búning og var þvílikt stoltur í morgun þegar hann fór í skólann.

Tveir vígaleigir


Íslenski samúræjinn, það sést hérna í tannlausa brosið hans


Flotti batman


Alveg með hreyfingarnar á hreinu :)


Passið ykkur


Góða skemmtun í dag

No comments:

Post a Comment