Translate

Monday, December 9, 2013

Afmælisboð á fyrsta i aðventu

Ég veit, ég veit, aðeins sein með þetta eða um viku hehe en ég var í prófum og svo þvælist annað fyrir manni eins og börn, lifið , jólaundirbúningurinn og annað slíkt skemmtilegt.

Allavegana þá átti Benni bróðir minn stórafmæli fyrir viku síðan og það var haldið upp á það á Marina hóteli á jólahlaðborði þar.  Mjög góður matur og skemmtilegt að fara svona saman fjölskyldan út að borða.
Afmælisbarnið og Víkingur ( sem var búinn að telja dagana i afmælið hans ).Þessir félagar komu úr playmodagatali strákana

Víkingur spenntur að fara á veitingahús að borða og lofaði að vera sérstaklega góður
Kári var líka mjög spenntur og passaði vel upp á afmælisgjöfina hans Benna frá okkur


Kári Steinn og gamli maðurinn sem er að pissa, Kára fannst hann mjög athyglisverður
Auðvitað fékk Víkingur mynd af sér með gamla manninum

Önnur klósettmynd en svona var karlasalernið merkt :)

Flott leirtau

Amma Ása gaf strákunum lego city ( má alls ekki gleyma city hlutanum ) dagatal og ég veit ekki hver var spenntari að opna það :)

Afrakstur dagatalana 1. des


Æðislegur desert 

Knús i krús

No comments:

Post a Comment