Translate

Wednesday, December 18, 2013

Eitt litið hreindýr......

Ég á svo lítið og saklaust jólahreindýr, alveg yndislega saklaust.  Minnir mig dálítið á grallarana mina þegar þeir hafa gert eitthvað af sér og ég sting höfðinu inn í herbergið þeirra og þá kemur svona saklaus svipur á þá. Þeir verða voða hissa að ég skuli vera að ath hvað hafi gengið á inni hjá þeim ;)

Nema þeir reka ekki út úr sér tunguna eins og þetta hreindýr hehe.


Gylta búrið fékk ég eitt sinn frá ömmu minni Inger heitinni, jólasveinanna með gullhúfurnar fékk ég frá tengdamömmu að gjöf ( eða við hjónin fengum þá auðvitað haha ), litla rauða jólasveinin fékk ég frá Rannveigu vinkonu og hreindýrið var ósköp einmanna í blómabúðinni þegar ég sá það.  Auðvitað gat ég ekki annað en tekið það með heim.

Er það ekki æðislegt

No comments:

Post a Comment