Translate

Friday, October 12, 2012

III.....

... afmæliskakan í þessariv viku var gerð fyrir afa minn.  Afi minn er hinn besti karl sem ég þekki, ljúfur, vænn , kurteis og afskaplega góður.  Í gær, 9 . okt var mikill afmælisdagur þótt ég hafi einungis farið í 1 afmælisboð :)  Hekla Dögg, stóra systir mín átti afmæli og Margrét Hólmfríður systurdóttir mín ( dóttir Jónu Bjarkar ) átti lika afmæli sem og afi minn.

Mamma bauð nokkrum ættingjum i afmælið hans afa sem var haldið á heimilinu þar sem hann býr núna.  Það sem hann var glaður enda afmælisbarn mikið.  Ég bakaði tertu fyrir hann, gesti hans og aðra heimilismeðlimi. 

 
Súkkulaðiterta með hindberjafrómasi á milli.
 
 
 
 
 
Glæsilegi afmælismaðurinn.
 
Svo í tilefni af bleika deginum í dag þá voru þessar myndir tekin í morgun.

 
 
 

Knús í krús

1 comment:

  1. Til hamingju með afa þinn!!
    Súkkuladi og hindber... það hljómar mjööög vel!!

    ReplyDelete