Translate

Thursday, October 11, 2012

Litlir snáðar þurfa........

góða peysu.   Hann Ulrik, litli vinur minn í Danmörku , vantaði nýja peysu og ég prjónaði eitt stykki handa honum.  Uppskriftina fékk ég í Tinnu blaði nr. 41 ( minnir mig , frekar en 40, hun er allavegana á forsíðunni a öðru hvoru blaðinu ).  Hún er prjónuð úr lanetull á prjóna nr. 2 og 2,5



Svarti liturinn er aðalliturinn en hinir fara í munstrið.


Stroffið komið, prjónað á prjóna nr. 2, skipt svo yfir á prjóna nr 2,5.


Fyrsta dokkan búin og 17,5 cm komin af búknum.

 
Búkurinn tilbúinn 27 cm
 
 
 
Byrjuð á fyrri erminni :) 
Fyrri ermin næstum því búin 21,5 cm af 24 cm búnir og dokka nr 2 búin.
 
Ekki mikil breyting frá síðustu myndinni en ermin er búin og hún endaði í 25 cm :)
 
Báðar ermarnar komnar :)
 
 
Ermarnar komnar á og munsturbekkurinn kominn vel á veg :)
 
 
 Þá er prjónaskapurinn búin og smáatriðin fjölmörgu eftir, það er að segja frágangurinn.
 
 
 
Peysan tilbúin :)
 
Knús í krús
Prjónarós

No comments:

Post a Comment