Translate

Monday, February 18, 2013

Lasagna

Undanfarið hef ég ekkert getað notað hægri handlegginn nema til að skrifa hér i tölvunni og meira að segja það gekk frekar hægt.  Það var verið að laga hægri olnbogann sem hefur verið með brjóskútfellingar i liðnum sem olli mér MIKLUM óþægindum og verkjum seinustu mánuði.  Allavegana þá er ég á batavegi núna eftir aðgerðin og í dag fór ég að byrja að teygja á handleggnum enda þörf á því ég hef ekki getað rétt almennilega úr honum i marga mánuði. 

Í dag ákvað ég að elda kvöldmatinn :)  Ég hafði keypti í lasagna rétt sem ég sá hjá Eldhússögum.  Það er óhætt að segja að rétturinn sló algjörlega i gegn og það besta er að það er nóg fyrir okkur Kidda til að hafa í hádeginu á morgun eða kvöldmatinn.  Þetta lasagna verður fyrir valinu aftur hér hjá okkur.
 
 

Uppskrift fyrir 6:
Kjötsósa:
  • 800 gr. hakk
  • 1 pakki beikon
  • 1 stór laukur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 150 gr sveppir
  • 2 stórar gulrætur
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar (ég nota yfirleitt Huntz með hvílauk annars vegar og basiliku hinsvegar)
  • 3 msk tómapuré
  • kjötkraftur
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldum
  • Krydd lífsins frá Pottagöldrum, ég reyndar sleppti þessu því ég átti það ekki til
  • basiliku krydd
  • oregano krydd
  • salt og pipar
  • olía til steikingar
  • lasagna plötur
  • rifinn ostur

Aðferð
Beikon steikt á pönnu þar til það verður stökkt og gott. Beikonið tekið af pönnunni, lagt á eldhúsrúllublað, þerrað, kælt og skorið niður í litla bita. Sveppir skornir í sneiðar, laukur saxaður smátt ásamt hvítlauk. Steikt á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur og sveppirnir hafa tekið lit. Til þess að laukurinn brenni ekki er blandan tekin af pönnunni og hakkið steikt. Það er kryddað vel með kryddunum í uppskriftinni (ég notaði lítið sem ekkert salt þar sem að beikonið er vel salt) og nautakrafti bætt út í. Beikoni og grænmeti bætt út í ásamt niðursoðnum tómötum og tómatpuré. Þessu er leyft að malla í dágóða stund, smakkið til með kryddunum eftir þörfum.

Ostasósa:
  • 90 gr smjör
  • 90 gr hveiti
  • ca 1 líter nýmjólk
  • 2 dl rifinn mozzarella ostur
  • 150 gr rjómaostur
  • múskat
  • salt og pipar
Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Síðan er mjólkinni hellt rólega saman við, munið að hræra án afláts. Bætið osti og rjómaosti út í, hrærið saman á vægum hita þar til að osturinn er bráðnaður. Kryddið með múskati, salti og pipar.
 




 






No comments:

Post a Comment