Translate

Monday, February 4, 2013

Nokkrar skrappsíður

Hér áður fyrr skrappaði ég mikið og gerði fyrsta árinu hans Víkings Atla ýtarleg skil enda gekk hann í gegnum mikil veikindi og erfiðleika.  Mér þykir voða vænt um þessi albúm, já þau urðu 3 albúmin , sem geyma fyrsta árið hans.
 
 
Hérna er ein sem ber heitið Leiddu mina litlu hendi.  Myndin er af elskulega afa mínum og Víkingi Atla.  Vikingur Atli var agnarsmár þegar hann fæddist eða 45 cm og 10 merkur og afi minn hafði sterkar og stórar hendur.  Yndisleg mynd sem ég elska alveg hreint, svo traustvekjandi.  Ég man hvað afi minn var glaður þegar hann fékk að halda á Vikingi þegar hann kom í heimsokn þegar Vikingur losnaði úr hitakassanum 4 daga gamall.
 
 

 
Þessi mynd var tekin þegar amma hans Víkings Atla hún Hósý hélt á honum.  Þessi mynd var tekin 1.sept 06 en hann fæddist 24. ágúst og enn höfðu þær ömmurnar ekki náð að sjá hann með opin augu.  Hann lokaði þeim alltaf rétt áður en þær komu í heimsokn upp á vökudeildina.

 
Hérna eru perluvinirnir Víkingur Atli og amma min Inger.  Þau náðu gríðarlega vel saman og Víkingi þótti gríðarlega vænt um hana.  Hún dó rétt áður en Víkingur var 4 ára, hennar og afa Benna sem dó í fyrra er sárt saknað af okkur öllum hér heima.

 
 

Þessar 2 siður er ein opna og hér er hann 1 mánaðar gamall og enn a vökudeildinni.  Mjög akveðin drengur með mikið skap, orðinn 49 cm og nærri þvi 3 kg og farin að nota sumt í stærðinni 56 :)

 
Prinsinn okkar 6 daga gamall

 
Mamma mín og pabbi með prinsinn okkar.
 
Kem með fleiri seinna ef áhugi er fyrir þvi

2 comments:

  1. Dásamlega flott hjá þér. Mikils virði að eiga svona síðar meir.
    Kveðja
    Kristín Sig.

    ReplyDelete