Translate

Friday, February 15, 2013

Nokkrar í viðbót........

Eruð þið nokkuð orðin leið á skrappinu mínu ; )  Allavegana þá koma nokkrar af krúttinu mínu honum Víkingi Atla .
 
 
 
Víkingur Atli í skirnarkjolnum sínum 3ja mánaða.  Hann var skírður í Garðakirkju 9. desember, yndislegur dagur.

 
Hérna er Víkingur pottasleikir.  Hann var svo lítill drengurinn, 4ja mánaða og ofan í pottinum sem súpan sem var í skirnarveislunni hans var elduð í.  Þarna situr hann með sleif og mjög hugsi af hverju mamma hans er að troða honum ofan í pott haha.

 
Fyrsta fjölskyldumyndin af okkur.  Ég fékk þarna að kíkja a gullið mitt eftir aðgerðina og fékk hann i fangið í fyrsta sinn, hann var svo lítill bara 45 cm og 10 merkur.  Við urðum strax ástfanginn af þessum sjálfstæða og sterkar dreng sem átti eftir að reyna svo mikið í framtíðinni.

1 comment:

  1. Fallegt skrapp hjá þér, ég er lengi búin að vera á leiðinni að gera skrapp almbúm handa litlu minni, það kemur að því :)
    Kveðja Stína mAs

    ReplyDelete