Translate

Wednesday, February 13, 2013

Öskudagur



Strákarnir mínir voru alsælir i allan morgun, fóru strax á fætur ( sem gerist sko ekki oft hér á bæ yfir háveturinn ).  Víkingur Atli fékk nýjan búning í gær.  Hann gat valið um að vera kúreki og Emil í Kattholti. 

Hann valdi Emil, ég hef lúmskan grun um að héldi að hann gæti gert prakkarastrik eins og Emil haha.   Við vorum reyndar næstum því of sein að kaupa á búning því búningarnir voru næstum því allir búnir í Toysrus og biðröðin i partýbúðina var of löng til að við nenntum að standa í henni ( þá er ég að tala um röðina til að komast inn í búðina en ekki röðina á kassann ).



 Kári Steinn hélt að hann væri að fara í boltaskólann því hann verður stjörnustrákur í dag. Hann fékk að fara í stjörnugallanum sinum i dag, með stjörnuderhúfu og stjörnutrefil og svo fótbolta í fanginu.  Hef ég sagt að ég er gift inn í stjörnufjölskyldu hahahaha. 
 
 

Drengurinn varð því fyrir smá vonbrigðum þegar hann fattaði að hann væri ekki að fara í boltaskólann heldur á öskudagsball i leikskólanum.  Hann var samt orðin ansi spenntur fyrir deginum og að sjá i hvaða búningum hinir krakkarnir ætluðu að vera í dag.
 
 

Í gær var sprengidagur og okkur var boðið í mat til tengdamömmu og tengdapabba.  Takk kærlega fyrir okkur.  Baunasúpa og saltkjöt var það heillinn.  Strákunum líkaði það vel :) og fórum södd heim.


Á mánudaginn var bolludagur, bolla bolla.  Við áttum nokkrar bollur eftir bollukaffið sem við fórum í til mömmu á sunnudeginum ( takk fyrir okkur mamma ).  Við höfum haft það fyrir bolludagsið að vera með fiskibollur í kvöldmatinn og það kom í ljós að allir karlmennirnirn höfðu líka fengið fiskibollur í hádeginu en hey það er hollt og gott að borða fisk :)  Strákarnir voru svo æstir i að vekja okkur með bolluslætti að þeir gerðu það á sunnudeginum sem var kannski fínt þvi þeir voru allt of þreyttur á mánudeginum til að standa í slíkum skrípalátum.
 
 



No comments:

Post a Comment