Translate

Wednesday, July 17, 2013

Barnaafmæli Kára Steins

Kári Steinn fékk að bjóða nokkrum krökkum í afmælisveislu og honum þótti það svakalega spennandi.  Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að hafa þetta einfalt og bjóða bara krökkunum í húsinu og þetta urðu 9 krakka allt í allt, með Víkingi og Kára.  Einfaldasta barnaafmæli sem við höfum haldið fyrir utan þegar Víkingur bauð í ævintýragarðinn í kringlunni ( en þá var ég ekki heima ).  Engir foreldrar og ekkert vesen, ég komst upp með að baka eingöngu 2 kökur og muffins og ekkert stress hehe.

Ég var mikið búin að velta þvi fyrir mér hvernig ég gæti skreytt borðið og var komin á það að hafa svartan dúk ( sést minnst á honum ef eitthvað fer niður ), svo áttum við nokkra rauða diska frá þvi í fjölskylduafmælinu sem ég notaði og servéttur.  Áætlunin var að reyna að hafa þetta sem einfaldast og ódýrast. ( Nokkrum dögum eftir afmælið fann ég cars diska, glös og servéttur í kronunni i kópavogi en ég var búin að leita lengi að þessu ).  Notaði svo bara plastglösin sem strákarnir nota hversdags og svo áttu þeir 1 cars disk og 1 spidermandisk sem við notuðum líka þvi það voru ekki til nógu margir rauðir diskar.  Rétt áður en ég fór að leggja á borðið ákvað ég að kíkja upp í skáp og ath hvort það leyndist einhver fjarsjóður þar.  Juju, kaupgleðin mín borgar sig stundum hahaha.  Ég hafði einhvern tímann keypt rauðan dúk og hann gat ég notað og svo átti ég smá bút eftir af þessum bláa borða sem er þarna í miðjunni.  Siðan fann ég nokkra upphleypta carslimmiða sem ég setti á tannstöngla og stakk í bollakökurnar og svo bara allir carsbílar strákana settir á borðið.  Kári afmælisbarn var alveg hæstánægður með þetta og krökkunum þótti þetta mjög flott.


Jú svo fann ég líka þennan borða uppi í skáp :)


Afmæliskakan, ég varð mun sáttari við þessa en i hinu afmælinu


Magnoliubollakökurnar með límmuðunum


Blásið á kökuna


Víkingur fetar í fótspor langafa Benna, afa Eyda og pabba síns og stóð upp og hélt ræðu


Og Kári Steinn þakkaði kærlega fyrir sig :)


1 comment:

  1. Yndislegir gaurar! Til hamingju með þá :)

    ReplyDelete