Translate

Thursday, July 11, 2013

Fyrri afmæliskakan

Fyrir mörgum mánuðum ákváð Kári Steinn að hann vildi fá drekaköku þegar hann ætti næst afmæli.  Í þá var ekki talað um neitt annað en dreka.Ég fór auðvitað í það að skoða allskonar drekakökur á netinu og planleggja hvernig ég gæti gert eina slíka.  Einn daginn hætti drengurinn að tala um dreka og fór að tala AFTUR um  bíla, nánar tiltekið cars bíla.   Síðan þá hefur Kári Steinn beðið um bílaköku og heppin ég átti kökumót af leiftri McQuin :)  Það kökumót keypti ég í boston þegar við Kiddi fórum þangað fyrir 2 árum.  Fyrir 2 árum var Kári Steinn lika mikið fyrir þessa cars bíla og lék sér ekki með annað dót en bíla og af þeim átti hann nóg af hehe.  Svo hætti hann að leika við þá en byrjaði aftur 2 árum seinna.


Sjálf var ég ekkert allt of ánægð með þessa köku en afmælisbarnið var hæstánægt og þá varð ég ánægð :)

No comments:

Post a Comment