Translate

Wednesday, July 10, 2013

Kári Steinn 4 ára ,2 mánuðum of seint

Sama dag og dætur okkar, Alexandra Rós og Sigurrós Elisa, " urðu" 8 ára ( eða 8 ár siðan þær fæddust andvana ) héldum við upp á 4 ára afmælið hans Kára Steins.  Afmælið varð ekki jafn stórt og ég hafði ætlað í upphafi, þeas við buðum ekki öllum þeim sem við ætluðum að bjóða til að byrja með.  Drengurinn varð þó himinlifandi yfir að fá bílakökuna sína OG að fá loksins haldið upp á afmælið sitt.


Svo var að sungin afmælissöngurinn sem Kára þótti ansi skemmtilegur og fór dálítið hjá sér af allri athyglinni og honum loknum var blásið á kertið.

og það var blásið 
og blásið
og blásið
og blásið en barnið gafst ekki upp né loginn
og barnið fór nær loganum
og hélt áfram að blása og  fara nær loganum
og afmælisstrákurinn hélt áfram að blása og færa sig nær loganum og þegar hér var komið þá var afi Eydi aðeins farinn að hafa áhyggjur af stráknum hehe

Svo tókst það að lokum :)

Viljið þið sjá fleiri köku myndir ?
No comments:

Post a Comment