Ég ákvað í sumar að leika mér aðeins með uppskrift sem ég fann í Tinnublaði ( forsiðan er týnd þannig að ég get því miður ekki sagt nr. hvað ). Uppskriftin segir að það eigi að nota lanettull og prjóna nr 2 og 2.5 en ég sá að það myndi aldrei duga á hann Víkinginn minn þannig að ég ákvað að prófa mig áfram. Valdi kambgarnið, mjúkt og hlýtt og stækkaði prjónastærðina um 1,5 þannig að ég notaði prjóna nr 3,5 og 4. Það tókst svona vel og ég er mjög ánægð með útkomuna.
Translate
Monday, August 27, 2012
Afmælispeysan hans Víkings :)
Ég ákvað í sumar að leika mér aðeins með uppskrift sem ég fann í Tinnublaði ( forsiðan er týnd þannig að ég get því miður ekki sagt nr. hvað ). Uppskriftin segir að það eigi að nota lanettull og prjóna nr 2 og 2.5 en ég sá að það myndi aldrei duga á hann Víkinginn minn þannig að ég ákvað að prófa mig áfram. Valdi kambgarnið, mjúkt og hlýtt og stækkaði prjónastærðina um 1,5 þannig að ég notaði prjóna nr 3,5 og 4. Það tókst svona vel og ég er mjög ánægð með útkomuna.
Friday, August 24, 2012
Vikingurinn minn....
..... á afmæli í dag og er orðinn skólastrákur :)
Það getur sko verið erfitt að vakna snemma til að fara í skólann. En í dag var það nauðsynlegt því það var fyrsti skóladagurinn hjá honum og auk þess varð hann 6 ára í dag.
Það er hinsvegar æðislegt að fá pakka .
Það eru ekki allir 6 ára strákar sem eru himinlifandi að eignast ný föt i afmælisgjöf en Víkingur Atli varð bara ansi ánægður með að fá nýjan stuttermabol og síðermabol frá bróður sínum
Frá mömmu sinni og pabba fékk Víkingurinn þessa peysu sem ég var fram á miðnætti í gærkvöldi að klára og er bara ansi stolt af :)
Síðan var komið að því að fara í skólann.
Efni
2012,
afmæli,
Barnapeysur,
Grunnskóli,
kambgarn,
Víkingur Atli
Monday, August 20, 2012
Næsta prjónaverkefni
Þá er komið að þvi að Ulrik , litill vinur minn fái peysu :) Ætla að prjóna á hann sömu peysuna og ég prjónaði á Víking um daginn
Nema Ulriks peysa verður í öðrum litum.
Nema Ulriks peysa verður í öðrum litum.
Mun setja inn myndir eftir hverja dokku.
Efni
2012,
Barnapeysa,
lanet ull,
peysur,
Peysur til sölu,
Prjónaskapur
Friday, August 17, 2012
Lokadagurinn...
.... hjá Víkinginum mínum i leikskólanum. Ohhh hvað ég er stolt af honum. Hann er rosalega spenntur en mig grunar nú að hann átti sig ekki alveg á þessu. Hjá okkur foreldrunum eru blendnar tilfinningar með þennan viðburð. Nýr kafli að byrja en það er dálítið ógnvænlegt að fara úr hlýjunni og örygginu á Sólborg þar sem allir hafa verið alveg yndislegir við hann. Þar hefur hann dafnað og þroskast alveg gríðarlega og náð miklum framförum. Við þökkum öllu því frábæra starfsfólki sem hafa hugsað um Víkinginn okkar og sérstaklega henni Drífu sem hefur séð um hann frá degi 1 til síðasta dags.
Í gær fékk hann að fara með köku í leikskólann og var hann ansi ánægður með sig :) Hann hafði pantað bangsaköku þannig að ég bjó til "gamaldags" afmælisköku handa honum.
Í gær fékk hann að fara með köku í leikskólann og var hann ansi ánægður með sig :) Hann hafði pantað bangsaköku þannig að ég bjó til "gamaldags" afmælisköku handa honum.
Hann var alveg hæstánægður með hana og hlakkaði mikið til að halda kveðjuveisluna sína.
Í dag á Sólborg 18 ára afmæli og í tilefni af því var búningadagur og dansiball.
Víkingur fór með pakka handa Drífu sinni, gaf henni fallegan , röndóttan postulíns kaffibolla með loki.
Vikingur nýbyrjaður á leikskólanum og hér er verið að halda upp á 2ja ára afmælið hans.
Spurning hvort við hefðum átt að hafa farið með drenginn í klippingu hehe
Þessi 2 hafa verið óaðskiljanleg síðan þau voru 2ja ára. Yndisleg saman og passa vel upp á hvort annað.
Efni
2012,
Bakstur,
Sólborg,
Súkkulaðikaka,
Víkingur Atli
Thursday, August 9, 2012
Kjóllinn Alda
Enn bætist við kjólinn Öldu, afskaplega fallegur kjóll og skemmtilegt að prjóna hann. Yndislegi bleiki liturinn er unun að vinna með og skemmtileg tilbreyting frá dásamlegu strákaflíkunum :)
Garnið sem ég prjóna úr, bómullargarnið Alba frá BC garn.
1 dokkan búin
2 dokkur búnar :)
14. ágúst : Nú hefur morguninn farið i það að rekja upp það sem ég gerði i gær vegna villu sem ég gerði. Frekar mikil tímaeyðsla að gera svona asnalega villu og það er ekkert skemmtilegt að rekja upp við gataprjón. Jæja ég er að komast á réttan stað, þetta kennir mér líka að nota hjalparband !
14. ágúst : Nú hefur morguninn farið i það að rekja upp það sem ég gerði i gær vegna villu sem ég gerði. Frekar mikil tímaeyðsla að gera svona asnalega villu og það er ekkert skemmtilegt að rekja upp við gataprjón. Jæja ég er að komast á réttan stað, þetta kennir mér líka að nota hjalparband !
3 dokkur búnar. Breytti efri hlutanum lítillega , fækkaði lykkjunum mun meir en uppskriftin segir til um þar sem mér fannst kjóllinn annars verða svo víður og stór.
Kjóllinn klár, eingöngu eftir að hekla i kringum ermarnar og setja tölu og ganga frá endum.
Kjóllinn tilbúinn, þá er bara eftir að finna sæta fyrirsætu sem vill máta kjólinn fyrir mig :)
Efni
2012,
BC garn,
bómullargarn,
Kjólar,
Prjónaskapur
Wednesday, August 8, 2012
kennslumyndband
Fann þetta á youtube :) Aðferð til að fella laust af.
Tuesday, August 7, 2012
Klifurkötturinn minn
Víkingurinn minn er sko ekki lofthræddur. Það sýndi hann og sannaði á úlfljótsvatni um verslunarmannahelgina. Þar er klifurturn og hann klifraði hann alveg upp á topp og fannst mömmunni nóg um ( enda afskaplega lofthrædd ).
Subscribe to:
Posts (Atom)