Translate

Thursday, August 2, 2012

Næsta verkefni og fyrrum verkefni

Næsta prjónaverkefni :)

Alltaf skemmtilegt að byrja á nýjum verkefnum og nu er ég búin að ákveða hvaða flík verður fyrir valinu.  Kjóllinn Alda úr litlu prjónabúðinni verður prjónuð um leið og ég hef klarað 3 peysur sem eru komnar á lokastig. 

Hérna eru garnið sem ég ætla að nota í kjólinn, yndislega mjúkt bómullargarn.  Þar sem ég á stráka þá nota ég hvert tækifæri til að prjóna bleikt og kjóla :)


Ég náði að klára peysuna á Víking Atla i gær, prjónaði seinustu umferðinar á slyso ( eg er  alltaf með prjonadótið með mér ef timi skyldi verða til svo ég geti gripið í þá ).  Kári Steinn húrraði niður litla brekku á hjoli hjálmlaus og fékk þessa svaka kúlu á hausinn.  Sem betur fer er hann með harðan haus og fekk engan heilahristing en var ansi þreyttur allt gærkvöldið.  Þvi miður gleymdist að taka mynd af kulunni hehe þvi hún var horfin í morgun, bara sárið eftir. 


Hér á eftir að ganga frá lausum endum og koma peysunni svo til tengdamömmu sem saumar hana og klippir og þá get ég prjónað lista á peysuna og fest á hana fallegu tölurnar sem mamma keypti handa mér. Fallegu tölurnar eru úr birki.

Hinar 2 peysurnar sem ég á eftir að klára eru 1 lopapeysa sem ég á eftir að ganga frá kanti og festa á tölur og svo önnur úr 2x kambgarni en þar er aðeins meiri vinna eftir ( 1/2 ermi og allur bekkurinn er eftir hehe ).

No comments:

Post a Comment