Translate

Monday, August 6, 2012

Fyrsta dokkan

Ég tók auðvitað prjónanna með mér í útileiguna um verslunarmannahelgina.  Við skelltum okkur á Úlfljótsvatn með mömmu, Önnu Maríu móðursystur minni og Benna bróður mínum.  Ég notaði nokkur tækifæri meðan strákarnir voru á róló eða i göngutur með hinum og þessum í fjölskyldunni ( eg skellti mér líka í göngutúr með strákunum ) og naut lífsins a meðan og prjónaði.  Ég náði að prjóna 1 dokku í kjólnum Alda frá litlu prjónabúðinni.  Það er 2,5 munstur af 9 í kjólnum.  Yndislegt að sitja í útileigustólnum sem ég keypti mér í byko fyrir helgina og prjóna í góða veðrinu.Ég set svo mynd af mér að prjóna í útilegunni þegar ég fæ myndirnar frá bróður mínum ( okkar vél varð batteríslaus ).

No comments:

Post a Comment