Translate

Friday, August 17, 2012

Lokadagurinn...

.... hjá Víkinginum mínum i leikskólanum.  Ohhh hvað ég er stolt af honum.  Hann er rosalega spenntur en mig grunar nú að hann átti sig ekki alveg á þessu.  Hjá okkur foreldrunum eru blendnar tilfinningar með þennan viðburð.  Nýr kafli að byrja en það er dálítið ógnvænlegt að fara úr hlýjunni og örygginu á Sólborg þar sem allir hafa verið alveg yndislegir við hann.  Þar hefur hann dafnað og þroskast alveg gríðarlega og náð miklum framförum.  Við þökkum öllu því frábæra starfsfólki sem hafa hugsað um Víkinginn okkar og sérstaklega henni Drífu sem hefur séð um hann frá degi 1 til síðasta dags.

Í gær fékk hann að fara með köku í leikskólann og var hann ansi ánægður með sig :)  Hann hafði pantað bangsaköku þannig að ég bjó til "gamaldags" afmælisköku handa honum. 


Hann var alveg hæstánægður með hana og hlakkaði mikið til að halda kveðjuveisluna sína.

Í dag á Sólborg 18 ára afmæli og í tilefni af því var búningadagur og dansiball.


Víkingur fór með pakka handa Drífu sinni, gaf henni fallegan , röndóttan postulíns kaffibolla með loki. 

Vikingur nýbyrjaður á leikskólanum og hér er verið að halda upp á 2ja ára afmælið hans.


Spurning hvort við hefðum átt að hafa farið með drenginn í klippingu hehe


Þessi 2 hafa verið óaðskiljanleg síðan þau voru 2ja ára.  Yndisleg saman og passa vel upp á hvort annað.No comments:

Post a Comment