Translate

Thursday, August 9, 2012

Kjóllinn Alda

Enn bætist við kjólinn Öldu, afskaplega fallegur kjóll og skemmtilegt að prjóna hann.  Yndislegi bleiki liturinn er unun að vinna með og skemmtileg tilbreyting frá dásamlegu strákaflíkunum :)


Garnið sem ég prjóna úr, bómullargarnið Alba frá BC garn.


1 dokkan búin


2 dokkur búnar :)


14. ágúst : Nú hefur morguninn farið i það að rekja upp það sem ég gerði i gær vegna villu sem ég gerði.  Frekar mikil tímaeyðsla að gera svona asnalega villu og það er ekkert skemmtilegt að rekja upp við gataprjón. Jæja ég er að komast á réttan stað, þetta kennir mér líka að nota hjalparband !


3 dokkur búnar.  Breytti efri hlutanum lítillega , fækkaði lykkjunum mun meir en uppskriftin segir til um þar sem mér fannst kjóllinn annars verða svo víður og stór.

 
Kjóllinn klár, eingöngu eftir að hekla i kringum ermarnar og setja tölu og ganga frá endum.
 
 
Kjóllinn tilbúinn, þá er bara eftir að finna sæta fyrirsætu sem vill máta kjólinn fyrir mig :)

No comments:

Post a Comment