Translate

Friday, August 24, 2012

Vikingurinn minn....


..... á afmæli í dag og er orðinn skólastrákur :)

 Það getur sko verið erfitt að vakna snemma til að fara í skólann.  En í dag var það nauðsynlegt því það var fyrsti skóladagurinn hjá honum og auk þess varð hann 6 ára í dag.
 
Það er hinsvegar æðislegt að fá pakka .
Það eru ekki allir 6 ára strákar sem eru himinlifandi að eignast ný föt i afmælisgjöf en Víkingur Atli varð bara ansi ánægður með að fá nýjan stuttermabol og síðermabol frá bróður sínum

Frá mömmu sinni og pabba fékk Víkingurinn þessa peysu sem ég var fram á miðnætti í gærkvöldi að klára og er bara ansi stolt af :)
 
Síðan var komið að því að fara í skólann.
 
 
 

No comments:

Post a Comment