Translate

Friday, January 3, 2014

Aðfangadagur

Aðfangadagur byrjaði á þvi að við vöknuðum eins og flest allir aðrir og svo vorum við komin út í Fossvogskirkjugarð rétt yfir 10. Síðan lá leiðin í Garðakirkjugarð


Heimsóttum ömmu og afa í Bæjargili eins og venjan er og skiluðum af okkur jólagjöfum.

Brunuðum heim þvi afi Eydi hafði sagt að Stúfur hafði heimsótt þau daginn áður og tekið pakkana frá ömmu og afa.  Stúfur hafði lofað að koma með þá til okkar og hann var ekki enn kominn og afi því með smá áhyggjur að Stúfur hafi gleymt okkur.
En viti menn allt í einu bankaði Stúfur á dyrnar.


Mikið gleði og kátina og spenningurinn var gríðarlegur.
Það var eins gott að vikingurinn minn hafði auga með Stúfi þvi hann fór allt í einu að troða nokkrum pökkum sem við áttum niður í pokann sinn.  Honum fannst ofureðlilegt að fá pakka frá okkur þar sem hann kom með 2 risastóra pakka til okkar og 2 minnir.

Embla Mjöll var svo heppin að vera í heimsókn hjá okkur , Erling var þarna líka en var ekki til í að vera á mynd með jólasveininum.
Þegar jólasveinninn fór loks réttu leiðina út úr húsinu okkar þá fóru strákarnir í jólabaðið og í sparifötin.  Seinustu ár hafa þeir opnað pakkana frá ömmu sinni og afa á jóladegi en í ár var það gert um fjögurleytið og amma og afi horfðu á í gegnum skype :)Takk takk takk amma og afi ( þarna sést afi í tölvunni )


Kári Steinn og Vikingur Atli spariklæddir og komnir fyrir framan jólatréið.

Svakalega spenntir fyrir kvöldinu 


Kv. Inger jólarós

No comments:

Post a Comment