Translate

Tuesday, January 14, 2014

VettlingarÞað kom að því að ég prjónaði fyrstu vettlingana mína.  Kiddi bað mig um að prjóna á sig lopavettlinga sem hann gæti notað þegar hann fer í ferðir í hjálparsveitarskólanum.  Ég leitaði út um allt og loks fann ég uppskrift af karlmannsvettlingum í vettlingabókinni sem mamma gaf mér í jólagjöf i fyrra.  Bókin heitir Vettlingabókin, Gamlir og nýjir vettlingar og er eftir Kristínu Harðardóttur.  Uppskriftin heitir Stuðlabrugðnir karlmannsvettlingar og eru úr léttlopa. Vettlingarnir í þessari eru unnir eftir gömlum íslenskum vettlingum fra´mismunandi tímum, þeir elstu frá um 1880.  Stuðlabrugðnir karlmannsvettlingar voru algengir á fyrri hluta 20. aldar.  Þeir eru víða til a söfnum, allir mórauðir og tvíþumla en prjónaðir úr misgrófu bandi.  Ég hafði vettlingana hans Kidda aðeins með 1 þumli á vettling.


Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með þá þótt eigandi þeirra finnst þeir vera dálítið skrýtnir hehe.  Hann var samt ánægður með að vera komin með vettlinga og bað um annað par sem væru alveg sléttir ;)  

Að lokum verð ég bara að segja frá æðislegum kjúklingarétt sem ég eldaði um daginn, Kjúklingur með spínat, sætum kartöflum, kirsuberjatómötum, fetaosti og balsamik gljáa.  Uppskriftin er hér http://ljufmeti.com/2013/08/07/kjuklingur-med-saetum-kartoflum-spinati-og-fetaosti/.  Endilega prófið.  Ég ætla að prófa mig áfram með 1 nýrri uppskrift í hverri viku þetta árið og reyna fleiri nýja kjúklingarétti.  


1 comment:

  1. Flottir vettlingar! Eg profadi einmitt thennan fina kjuklingarett um daginn...hann er dasemd! Kv. Brynja

    ReplyDelete