Translate

Thursday, January 9, 2014

Á döfinni

Ég er byrjuð að geta prjónað á fullu á ný og er með 2 ólík verkefni í gangi.  Ég verð að geta skipt á milli svo ég fái ekki leið á verkefninu.  Þessi 2 verkefni eru líka svo svakalega ólík þannig að ég er að skipta á milli þess að hafa fíngert ullargarn og röndótt verkefni yfir í að vera með léttlopa og lopapeysuverkefni.

Ég ætla að leyfa ykkur að sjá litina og þetta dýrlega garn.

Byrjum á lopapeysunni.
Ég er að prjóna lopapeysu á frænku mína, lopapeysuna Ranga og það er léttlopi og hér eru litirnir.  


Svo er ég að prjóna barnasamfesting.  Er það ungbarnaföt ef það er á 10-12 mánaða.  Allavegana er það samfestingur úr einu Tinnu Ýr ungbarnablaðinu ( man ekki númer hvað þar sem ég er ekki með blaðið hjá mér ).  Ég nota Yaku garn og það er æðislegt.



Svo fáið þið að sjá flíkurnar þegar þær eru tilbúnar. 

Ég er líka að klára Vettlinga á Kidda minn, kem með þá þegar þeir verða tilbúnir, á bara seinni þumalfingurinn eftir.






No comments:

Post a Comment