Translate

Friday, January 3, 2014

Heimsókn í kirkjugarðinn


Aðfangadagsmorgun og þá heimsækjum við kirkjugarðana.  Fyrst fórum við í Fossvogskirkjugarðinn.  Þar settum við niður jólagrein á leiðið hjá þeim Sigurði langafa mínum  og Ásu langömmu, afa Benna og ömmu Inger og litla Benedikt Bjarna frænda okkar.  
Strákunum fannst þetta ansi spennandi enda var enn ansi dimmt og kalt úti.  Við fórum ásamt mömmu, Önnu Maríu og Benna bróður mínum.

Hér sést i krossinn hans Benedikts litla Bjarna.

Síðan fórum við í Garðakirkjugarð og heimsóttum dætur okkar Kidda og stóru systur þeirra Vikings og Kára.  Þær systur, Alexandra Rós og Sigurrós Elísa fengu sína jólagrein.  Einnig heimsóttum við ömmu Ebbu og afa Harald ( amma og afi Kidda ) og í kirkjugarðinum hvíla einnig amma Lára mín og afi Helgi.

Strumparnir minir hjá leiði systra sinna






Jólagrein þeirra Alexöndru og Sigurrósar


No comments:

Post a Comment