Translate

Tuesday, January 7, 2014

Engillinn


Fyrir jólin fór mamma ásamt strákunum í leyniferð.  Þar fá þeir að velja litla gjöf sem þeir gefa foreldrum sínum.  Í ár fór mamma með þá i Hagkaup.  Þar gengu þau um og allt í einu sá Víkingur þennan engillinn sem hann var viss um að mömmu sinni ( mér ) myndi finnst dásamlega fallegur :)  Eftir að þau höfðuð skoðað aðeins meira og mamma hafði spurt hann um ýmsa hluti var ákveðið að kaupa þennan engil enda var drengurinn alveg harðákveðinn í þvi að þetta væri jólagjöfin í ár.  Um þetta vissi ég ekkert.

Á Þorláksmessu bað Víkingur um að fá að kaupa jólagjöf handa ömmu sinni Ásu og það átti að vera lítill engill sem hann hafði séð i Hagkaup.  Pabbi hans reyndi að fá hann til að kaupa eitthvað annað á laugarveginum þar sem þeir áttu ekkert annað erindi í Hagkaup en Víkingur hélt nú ekki.  Þannig að i hádeginu á aðfangadegi gerðum við okkur ferð í Hagkaup í skeifunni og viti menn , við fundum síðasta engilinn þar.

Mikið var drengurinn nú glaður og hann kann sko að þeigja yfir leyndarmálum þvi ekki grunaði mig neitt :)


Stóra engilinn fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan.
Kúluna bjó ég til þegar ég var unglingur
Bókina keypti ég i jólahúsinu fyrir nokkrum árum.  Þar eru margir jólasálmar og söngvar sem amma mín Inger söng alltaf á jólunum ( auðvitað á dönsku )
Skálina bjó Víkingur til fyrir 3 árum og gaf okkur í jólagjöf

Kúlan mín góða sem ég bjó til þegar ég var á spítalanum þegar ég var unglingur.  Gerð úr perlum.

Englarnir minir.
Þegar Víkingur sá þá saman þá vissi hann alveg upp á hár hverjir þeir væru.  Þetta eru systur mínar heyrðist i honum, annar engillinn er Alexandra Rós og hinn er Sigurrós Elisa :)  Við erum nú ekki mikið að tala um þær systur hér heima en hann veit alveg hverjar þær eru og við höfum mynd af þeim inni í svefnherbergi.

Þarna sést skálin fína sem Víkingur bjó til eitt sinn á leikskólanum og gaf okkur Kidda í jólagjöf.




No comments:

Post a Comment