Translate

Tuesday, January 7, 2014

Aðfangadagskvöld

Jæja gott fólk, þá fer þessum jólabloggi að hætta í bili enda jólin búin.  Jebb þau kláruðust í gær.  Við gerðum nú ekkert sérstakt í tilefni dagsins nema höfðum það rosalega náðugt hér heima.  Ég náði þó að taka niður mest allt af jólaskrautinu og situr það allt á stofuborðinu núna og bíður eftir því að kassarnir undir þá verða sóttir í geymsluna svo ég geti klárað að vinna þetta verk.

Ein af fjölskyldumyndunum, mamma bak við tréið hehe og spegilmyndin af Önnu Mariu sést i glugganum.

Á aðfangadagskvöld vorum við heima hjá mömmu, þar er alltaf jafn yndislegt að vera og jólalegt.  Mikið vona ég að ég nái að gera jafn jólalegt þegar við förum að hafa aðfangadagskvöld heima hjá okkur.  Að venju var önd að hætti ömmu Inger á boðstólnum.  Við borðuðum meira að segja af gamla matarstellinu þeirra ömmu Inger og afa Benna þannig að þau voru með okkur í anda.  Í eftirrétt var ris ala mandle og mamma setti 1 möndlu úti.  Við hin erum ekki alveg viss hvort hún hafi svindlað því hún fékk möndluna í fyrstu skeiðinni sinni hehe.

Svo var dansað í kringum jólatréið og nokkur jólalög sungin áður en jólapakkaflóðið hófst.  Strákarnir útdeildu pökkunum.  Nú er Víkingurinn minn orðinn svo duglegur að lesa að hann las á alla pakkana og Kári rétti þá til réttra eiganda ( ef hann var nógu snöggur þvi stóri bróðir hans var orðin all æstur þarna á tímabili haha )
Svo opnuðum við pakkana, 1 opnaði sinn pakka og allir horfðu á og svo næsti.  Úff þetta gat verið þolinmæðisvinna fyrir 2 litla pjakka en þeir fundu bara ráð við því.  Þegar einn var búinn með sinn pakka þá hjálpuðu þeir næst að velja næsta pakkann og svo hjálpuðu þeiur honum að opna hann.  Þannig tok það ekki svo langan tima haha.





Spenntir strákar


Þegar maður er ekki hár í loftinu þá notar maður bara fæturnar til að stiðja við stóra pakka.  Hér fékk hann stóran perlukassa frá Benna


Glaður með ferðabókina frá mömmu.  Hann var pínu stund að átta sig á því að hann var á leiðinni til Danmerkur með ömmu sinni :)

Flotti kraginn frá tengdaforeldrum mínum :)

Playmokarlinn okkar


No comments:

Post a Comment