Translate

Thursday, February 20, 2014

mömmur og pabbar

Í morgun fór ég ásamt guttunum mínum i mömmukaffi á leikskólann hans Kára Steins.  Víkingur fékk að koma með þar sem hann er í vetrarfríi þessa daga í skólanum.  Mjög skemmtilegt að hitta hinar mömmurnar og fá bollu og strákarnir hafragraut.  Svo fór Kári nú bara fljótlega að leika sér og spurði mig hvenær ég færi heim !

Hann gaf mér þó fallega mynd með þessum skemmtilega texta.Daginn fyrir bóndadaginn var pabbakaffi á leikskólanum og fór pabbi hans Kára Steins að sjálfsögðu á leikskólann með Kára og fékk þessa fallegu mynd með texta aftan á.Þar hafið þið það !  :)

Kær kveðja héðan úr heimalærdómnum. 
No comments:

Post a Comment