Translate

Thursday, February 6, 2014

Pínu pons

Litirnir koma pínu skringilega út í þessari birtu, blái liturinn er alls ekki svona skær.

Í desember ætlaði ég að taka þátt í áskorun fyrir Hnoðra og hnykla en náði ekki að klára peysuna, reyndar var allur prjónaskapurinn búinn, átti bara eftir að ganga frá endum og þess háttar.

Í gær náði ég þó að klára þetta , betra seint en aldrei, og fékk lítill frændi minn peysuna að gjöf.

Hver veit nema maður fái mynd af honum i henni ( ef hún er ekki of lítil ) hingað inn bráðlega.


Litirnir sem ég var með i peysuna.Þessi peysa er á algjört ungabarn, 0-3 mánaða


No comments:

Post a Comment