Translate

Friday, February 7, 2014

Tinnupeysur

Ákvað að skella inn öllum þeim Tinnupeysum sem ég hef gert, eða flest öllum því af sumum finn ég ekki mynd af og ein er ekki alveg tilbúin en mun koma hingað inn í næstu viku :)  og sú verður til sölu.


Þessa peysu fékk systursonur minn í sængurgjöf frá mér ( og fjölskyldu minni ) og bróður mínum

Þar sem ég fór i algjört kast þá endaði ég á að prjóna húfu og buxur við


Þessa fékk hann Ulrik vinur minn i Danaveldi.  Þessi var með rennilás


Kári Steinn fyrirsæta


Þessa fékk Bylgja Björt litla frænka strákana og Kidda á fyrstu jólunum sínum.

Þetta er fysta Tinnupeysan sem ég prjónaði og mig minnir að Kári Steinn hafi fengið hana.


Víkingur fékk þessa í 6 ára afmælisgjöf ( og á fyrsta skóladeginum sínum ).  Þessi var prjónuð úr kambgarni en hinar eru allar nema sú efsta prjónaðar úr Lanettull ( sú efsta er prjónuð úr Yakugarni )
Þessa fékk Stefán Orri vinur minn.


Sængurgjöfin hans 


Sú nýjasta í safninu og jafnfram sú minnsta.  Lítill 7 vikna frændi minn hann Benedikt Snær fékk þessa.  Nú er bara spurningin hvort hún passi ;)  

Svo kemur inn ein önnur Tinnupeysa í næstu viku.

Knús í krús og eigið súpergóða helgi.









No comments:

Post a Comment