Translate

Tuesday, February 11, 2014

Ulrik og Július

Ég er svo lánsöm, hamingjusöm og glöð, allt í einum pakka.  Ingileif vinkona mín, mamma þeirra krúttbræðra Júlíusar og Ulriks , gaf mér leyfi til að setja mynd af þeim bræðrum hingað inn.  Jújú annar þeirra er í peysu sem ég hef prjónað.  Ég er að sanka að mér myndum af þeim sem hafa fengið peysu frá mér og vil endilega sýna ykkur hvernig þau líta út, bæði peysan og barnið :)


Þessir fallegu bræður búa í Danmörku og vaxa allt of hratt.  Ég sé þá bara allt of sjaldan.  Mamma þeirra er ein af mínum bestu vinkonum síðan við kynntumst á 1 ári í MH.  Við höfum brallað margt saman bæði hér heima og úti í heimi og það eru ekki margar sem eru jafn trúar vinum sínum og hún Ingileif.  Við erum svo heppnar að tilheyra æðislegum 10 stelpna vinahópi ( hópurinn er þó orðin mun stærri núna með tilkomu maka og margra barna ) sem kynntist þarna á 1 árinu í MH og höfum haldið hópinn síðan.

No comments:

Post a Comment