Translate

Wednesday, April 16, 2014

DIY Dollubreytingar

Ég átti nokkrar dollur sem ég einfaldlega tímdi ekki að henda í ruslið og vildi gera eitthvað við.  Þær voru samt ansi litlausar og hvítar og ekkert skemmtilegt að nota þær þannig.


Fyrst prófaði ég að nota límmiða sem ég átti frá Söstrenes Grenes


og þá leit dollan svona út


Aðeins betra en samt var ég ekki ánægð.

Ég ákvað því að nota einn daginn með Víkingi mínum og mála dollulokin



og þá litu dollurnar svona út



Hérna er það sem ég notaði á dollurnar með svörtu lokin


Martha Stewart high gloss málning, hvítur trélitur og svartir limmiðar.

Ég varð ekki nógu ánægð með rauðu og bláu lokin en þau voru máluð með akrýlmálningu.  Þau urðu svo stöm viðkomu og ég ætla að breyta þeim við fyrsta tækifæri.

Annars er ég ánægð með dollurnar með svörtu lokin.
Hvað finnst ykkur?






No comments:

Post a Comment