Translate

Wednesday, April 23, 2014

Páskarnir 2014

Þá eru þessir páskar búnir.  Þeir voru mjög afslappaðir þetta árið og mjög ljúfir.  Ég tók mér frí frá lærdómi Páskadag og annan í páskum og naut þess að vera með fjölskyldunni ásamt því að fá góða gesti í mat um kvöldið á föstudaginn langa.

Páskaskrautið er svo næstum það sama og í fyrra, nema ég perlaði eitt nýtt páskaegg og strákarnir máluðu 5 egg sem blásið hafði verið úr.

Þessa skál bjó tengdamamma til fyrir nokkrum árum og við Kiddi gáfum ömmu og afa hana í jólagjöf.  Svo þegar verið var að fara í gegnum dótið þeirra eftir að þau voru bæði fallin frá fengum við þessa fallegu skál aftur.  Nú fékk hún að geyma nokkur keramikegg og fiður þessa páska.

Þessi egg fékk ég í Tiger :)

Litla kertastjakan á Kári Steinn en hann bjó hann til í Sólborg í fyrra.

Frú kanina með ungana sína fékk ég frá ömmu minni Inger þegar ég var 18 ára, ég átti herra Kanínu líka en hann missti höfuðið eitt árið og er því ekki lengur með okkur.

Veisluborðið á föstudaginn langa, mávastellið var auðvitað dregið fram
Gula löberinn fékk ég í rúmfatalagernum á útsölunni :)

Lítil borðskreyting
4
Páskaeggið sem ég perlaðiÞessi páskaegg fékk ég í afmælisgjöf og eru frá Georg Jensen, voða falleg

Stóri páskaunginn minn , montinn með fyrsta páskaeggið sitt þetta árið.  
Litli páskaunginn minn, alsæll að hafa fundið sitt egg í páskaleitinni


Flottir bræður

á laugardeginum fyrir páska fóru strákarnir í heimsókn til frænku sinnar sem leyfði þeim að mála egg, sem hafði verið blásið úr.  Hér má sjá afraskturinn, mjög falleg og nú ætla ég að reyna að finna aðferð til að geta verndað þau fram að næstu páskum.

Vonandi höfðuð þið það jafn gott um þessa hátíð og ég.

Kv. og endilega skiljið eftir línu ef þið hafið lesið.


No comments:

Post a Comment