Translate

Monday, April 14, 2014

Sængurgjöfin

Benni bróðir bað mig um að prjóna sængurgjöf handa dóttur vinar síns.  Barnið var auðvitað ekki fætt þegar ég byrjaði en það var löngu fætt þegar ég náði að skila því af mér, jól og annað tafði mig þarna inn á milli.

Ég notaði Yaku garn í þetta og uppskriftina fann ég í UngbarnaTinnu blaði nr. 14

Önnur skálmin tilbúin

Báðar skálmarnar tilbúnar

Búkurinn tilbúinn
Gallinn varð oggulítið stærri en ég bjóst við en það er betra að það sé stærra en minna í þessu tilfelli ;) Ég fór samt alveg eftir öllum málum sem prjónablaðið gaf upp og gallinn átti að passa á 1 árs barn en ég hugsa að barnið muni nú passa öllu lengur í hann hehe.

Gallinn tilbúin en eftir að setja listana framan á og tölur


Gallinn tilbúinn
Með gallanum er ugla hekluð af vinkonu minni, henni Kötu.


Kveðja Prjónarós
No comments:

Post a Comment