Translate

Monday, April 21, 2014

Fermingarveisla

Núna i apríl fórum við i 3 fermingarveislur.  Allar skemmtilegar og með ljúffengar veitingar. Ein stóð þó upp úr í huga drengjanna minna og það var fermingarveislan hjá Óla Fannari.  Ég og pabbi Óla eru systkinabörn og mér þótti það dálitið skrítið að fara i fermingarveislu hjá syni hans haha þar sem við erum nærri þvi jafn gömul.  2 eldri systur mínar eru þó búnar að ferma flest öll börnin sín en þetta var öðruvísi ;)  Það sem drengjunum mínum fannst svona merkilegt og Skemmtilegt voru leynigestirnir sem komu.  Já þið heyrðuð rétt, Leynigestir !!  Vinirnir Íþróttaálfurinn og Solla Stirða komu og skemmtu ungum sem öldnum í ca 20 mín.  Mjög skemmtilegt og þau hristu sykurmælirinnn i börnunum vel þannig að það urðu engir stórvægileg læti og hlaup i veislunni hehe.  

Allir að hoppa og klappa undir lærinu

Kári Steinn tók virkan þátt í íþróttaæfingunum


Svo þurfti hann aðeins að hugsa um þetta, litli spekingurinn minn


Víkingur horfði bara á ásamt fullorðna fólkinu


Svo var hann ráðin sérlegur aðstoðarmaður Íþróttaálfsins

og átti að telja upp að 3 áður en Íþróttaálfurinn tæki heljarstökk


Solla Stirða bættist i hópinn og öll töldu þau upp að þremur , þarna er verið að æfa sig


Svo var horft á heljarstökkið, greinilega ansi flottÞessir bræður voru ansi sáttir með að vera með þeim á mynd.


Kveðja og knús og endilega skiljið eftir smá línu ef þið hafið lesið þetta.


No comments:

Post a Comment