Translate

Wednesday, May 21, 2014

EOA Kraká part 3

Þá er komið að þriðja deginum.  Fyrirlestrarnir byrjuðu kl. níu og voru haldnir í háskóla sem var þarna rétt hjá.  Æðislegt að geta bara gengið þangað i sól og hita, ohhhh elska að geta verið í sumarfötum.  Ég fæddist greinilega ekki á réttu landi.

Fyrst voru kynningar á fullt af stómafyrirtækjum sem öll hlusta mjög vel á viðskiptavini sína og eru öll að sjálfsögðu best :)  Síðan var kaffihlé , eftir það komu fyrirlestrar héðan og þaðan. Stómafélögin í Slóvakíu og Tékklandi sögðu frá því hvernig þau vinna saman.  Síðan komu einhverjir fyrirlestrar um ákveðna gerð af stóma.  Síðan kom kynning á nýrri og afskaplega flottri matreiðslubók sem er með mat sem hentar fólki með stóma. Hún heitir For people with other exits.  Að því loknu steig ung, norsk kona á svið og sagði sína sögu.  Það er ekki oft að ég felli tár við að heyra sjúkrasögur en þarna féllu nokkur tár.  Hún heitir Ingrid Anette og hér er bloggsíðan hennar.
Eftir hádegismatinn þá hélt hluti af hópnum heim á hótelið og þar var sér fundur fyrir ungliðana.  Á fundinum var saman komin ungliðar á aldrinu 20-40 ( 40 og eitthvað hehe ) frá hinum ýmsu löndum t.d. Tékklandi, Danmörku, Ukrainu, Svíðþjóð, Þýskalandi, Íslandi, Noregi, Jórdaniú og Mexíkó.  Flottur hópur en við söknuðum þess að hafa ekki fleiri lönd frá Evrópu.  Öll eigum sameiginleg vandamál og það er að fá unga fólkið í félögin og fá þau á fundi.  Það er ekki nóg að lesa sig til á internetinu, það er griðarlegur styrkur að hitta fólk á sama aldri og heyra og sjá hvað þau eru að kljást við og hvað er hægt að gera. Möguleikarnir eru óteljandi því það er algjör miskilningur að lífið sé búið ef maður fær stóma.  Auðvitað þarf maður að aðlaga sig að breyttu útliti en það er samt það minnsta því maður getur gert nánast allt sem maður getur gert áður bara full frískur.


Hér má sjá ungliðahópinn.


Nokkrar myndir frá borginniKv. Inger Rós

No comments:

Post a Comment