Translate

Monday, May 26, 2014

Fjölskylduafmælið hans Kára Steins 5 ára

Seinasta sunnudag , 24. maí 2014, héldum við upp á 5 ára afmælið hans Kára Steins fyrir fjölskylduna. Drengurinn var alveg svakalega spenntur fyrir veislunni.  Hann hjálpaði pabba sínum að baka afmæliskökuna, já í þetta sinn kom ég ekki nærri þeirri köku en sá um margt annað ;)

Hér má sjá þá stoltu feðga með afmæliskökuna.

Drengurinn hugsar varla um annað en fótbolta þessa dagana þannig að það var ekki um annað að ræða en að hafa fótboltaköku fyrir hann.  Enginn fondant í þetta sinn, góð súkkulaðkaka með lituðu kókosmjöli ofan á.
Veisluborðið , það er bananabrauð þarna undir viskustykkinu, gleymdist að kippa því frá þegar ég tók myndina.

Magnoliukökurnar mínar, svo góðar. Hér er uppskriftin  Ég fann 5-una í Söstrenes grene.


Afmæliskakan, uppskriftina má finna hér

Góð skyrterta, skelli inn uppskrift af henni seinna í vikunni

Gulrótarköku poppcakes
Framlag Vikings Atla til afmælisins, 2 grænmetiskarla ( þeir bræðurnir )



Axel frændi að klæða Kára í hjólaskautana sem hann fékk frá þeim.

Kári Steinn fékk heilmikið af útidóti í afmælisgjöf ásamt lego og playmo og fötum.  Nú er eins gott að hann geti verið mikið úti í sumar svo hann geti nýtt allt þetta flotta dót, frisby frá bróður sínum, jafnvægishjól frá okkur Kidda, fótbolta, stuttermabol og flotta tösku fyrir ferðalagið í sumar frá ömmu sinni og afa í Garðabænum, hjólaskauta frá Axel, Hildi og stelpunum og Bjarka og Kristínu, svo fékk hann flottar kvartbuxur, hlýraboli og stuttbuxur frá ömmu Ásu , lego frá ömmu Ásu og Benna frænda og indjánaplaymo frá Önnu Maríu.

Öryggisbúnaðurinn í lagi hjá drengnum
Prófa að renna sér
Þessi 5 ára fallegi piltur var afskaplega ánægður með daginn og þá er markmiðinu náð.
Kv. Afmælismamma










No comments:

Post a Comment