Translate

Thursday, May 9, 2013

Magnoliur vanillubollakökur


Fann þessa uppskrift inni á Gott i matinn og þær eru ótrúlega góðar og það besta er að þær eru auðveldar í bakstur.  Mæli svo sannarlega með þeim.  Ég hafði þær bara berar núna ( ekki með kremi ) en þannig fara þær best í elskulega eiginmann minn.  Þessa dagana er hann í lokatörn í mastersritgerðinni sinni og ég reyni að gera allt til að dekra smá við hann og hafði þær berar fyrir hann ( hann vill ekki krem ofan á bollakökurnar ).


Magnolia vanillu bollakökur
Innihald
230 g smjör
450 g sykur
4 egg
335 g hveiti
¼ tsk. Maldon salt
2.5 dl mjólk
1 msk. og 1 tsk. vanilludropar
Aðferð
Hrærið smjörið þangað til það er orðið létt í sér og bætið svo sykrinum saman við og hrærið vel. Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli. Blandið þurrefnunum saman í skál og blandið saman við hægt og rólega ásamt mjólkinni þangað til öllu hefur verið blandað saman. Bætið því næst vanilludropunum saman við. Passið ykkur á því að hræra ekki of mikið því þá geta kökurnar orðið seigar. Raðið annað hvort upp rúmlega 24 stk. bollakökuformum eða tveimur meðalstórum kökuformum og setjið deigið í. Passið  ykkur að fylla ekki bollakökuformin meira en 2/3.
Bakið við 180 °C í u.þ.b. 20 mín. það er mjög mikilvægt að baka þær ekki of mikið því þá missa þær rakann sem gerir þær svo mjúkar og góðar, takið þær því út frekar fyrr en seinna. Látið kökurnar kólna alveg áður en kreminu er sprautað á þær.




No comments:

Post a Comment