Um daginn þegar ég fékk skemmtilegt fólk heim, því ég fæ bara skemmtilegt fólk i heimsókn :), þá bjó ég til þennan rétt. Hann var ansi góður og ég fór auðvitað strax að pæla í hvernig ég gæti breytt honum þannig að hann yrði enn betri.Kaldur Mexikó réttur
Botninn
1 stórt brauð
1 dós ananaskurl, miðstærð
1 dós sýrður rjómi
2 msk majónes
Aðferð :
Brytjið brauðið og setjið í skál.
Hrærið sýrða rjóman, majónes og ananasskurlið saman við brauðið.Setjið á botninn á eldföstu móti.
Ostablandan
1 Mexíkóostur
1/2 öðlingur
1/2 camenbert
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 appelsínugul paprika
1 pk skinka
1 bolli græn vinber
1 bolli blá vínber
Aðferð:
Brytjið allt niður, blandið saman og setjið yfir brauðblönduna.
Kælið.

No comments:
Post a Comment