Translate

Friday, May 17, 2013

Bókaklúbburinn

Við erum nokkrar frænkur sem hittumst einu sinni í mánuði.  Í hverjum hittingi er ákveðin ein bók sem við lesum fyrir næsta hitting og ræðum hana þar.  Núna i maí bauð ég heim og það var fámennt en góðmennt.  Ég bauð upp á magnoliu vanillu bollakökur og svo prófaði ég nýja súkkulaðiköku.Ég hef oft sagt það áður að ég er mikið að skoða köku og matarblogg.  Í þetta sinn ætla ég að kynna fyrir ykkur bloggið kökudagbókin.  Þar fann ég þessa súkkulaðiköku.  Ég hef verið að leita að góðri súkkulaðiköku til að prófa í stað kökunnar sem ég hef alltaf notað.  Þessi er meira fyrir fullorðna og hún er mjög góð.


Einföld uppskrift að botnunum (óbreytt úr bókinni Couture Wedding Cakes eftir Mich Turner):
 • 200 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
 • 250 gr ósaltað smjör
 • 350 gr púðursykur
 • 5 egg
 • 140 gr hveiti
 • 1,5 tsk vanilludropar
Bakið í tveimur 15cm hring formum við 140°C með viftu (160°C án viftu) í miðjum ofni í 45 mínútur. Ef þið eigið ekki rétta stærð getið þið bætt við eða dregið frá 20 mín af baksturstímanum fyrir hverja 5cm breytingu á stærð formsins. Leyfið kökunni að kólna alveg í forminu áður en hún er sett saman. Þessi uppskrift dugir fyrir ca 15 manns.
 • 90 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
 • 65 ml rjómi
 • 125 gr ósaltað smjör
 • 250 gr flórsykur
 • 1/2 tsk Madagascar vanilludroparJóhanna, Maria og Sigga


Elsku mamma mín


Anna María


Gugga
No comments:

Post a Comment