Translate

Friday, May 10, 2013

Hugo

Fyrir jól fékk ég það verkefni að prjóna karlmannspeysu.  Ég vissi að ég kæmist ekki í að byrja á henni fyrr en eftir jól en svo gaf handleggurinn sig og ég komst ekki í að byrja á henni fyrr en í mars.  Ég byrjaði á því að prjóna karlmannspeysuna Frost sem lítur svona út :........... OG ég kláraði hana einu sinni.  Í smá tima eftir að ég klaraði hana þá fannst mér hún eitthvað skrýtin en fann ekki hvað það var.  Þegar ég fór til að kaupa rennilásinn í hana þá fattaðist hvað það var sem var svona skrýtið við hana.  Þar sem ég skipti úr álafosslopa yfir í 2x plötulopa þá hefði ég þurft að bæta við nokkrum umferðum í munstrið en því gleymdi ég.  Þvi urðu axlirnar allt of litlar og ég þurfti að rekja upp munstrið.  Í tilraun 2 þá breytti ég munstrinu og útkoman varð þessi.  
Nú er eftir að ganga frá endum og setja í hana rennilásinn og þá verður hún tilbúin.
Ef þið verðið heppinn þá gæti verið að eigandi peysunnar muni leyfa mynd af sér i peysunni ;)


No comments:

Post a Comment