Translate

Wednesday, May 29, 2013

Súkkulaðikaka með frosting

Um daginn fékk fallegan hóp í heimsókn.  Hresst fólk sem kom og því prófaði ég nýja köku.  Mig minnir samt að ég hafi einhvern tímann bakað þessa köku áður en úff minnið er algjörlega farið að gefa sig hehe.

Hún varð reyndar ekki falleg, frekar eins og hvít klessa hahaha en hún smakkaðist samt vel.

Súkkulaðikaka með frosting  ( gestgjafinn 15 tbl 2009 )
10 sneiðar

300g hveiti
320g sykur
4 msk kakó
130g smjör, mjúkt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 dl mjólk
2 stór egg ( 3 ef þau eru lítil )

Hitið ofninn í 180°C
Hrærið allt saman í hrærivélaskál í 3-4 mín.
Skiptið deginu í 2 smjörpappírsklædd smelluform, u.þ.b. 24-26 cm í þvermál.
Bakið i ca 25 mín

Frostingur

200g sykur
1 tsk cream of tartar
1 eggjahvíta
1 dl sjóðandi vatn

Setjið allt í hrærivélaskál og þeytið þar til frostingurinn er orðinn hvítur og kaldur.  Þetta tekur uþb 5-8 min.
Leggið kökubotnana saman með hluta af kreminu á milli og þekið síðan kökuna með kreminu.


No comments:

Post a Comment