Hún varð reyndar ekki falleg, frekar eins og hvít klessa hahaha en hún smakkaðist samt vel.
Súkkulaðikaka með frosting ( gestgjafinn 15 tbl 2009 )
10 sneiðar
300g hveiti
320g sykur
4 msk kakó
130g smjör, mjúkt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 dl mjólk
2 stór egg ( 3 ef þau eru lítil )
Hitið ofninn í 180°C
Hrærið allt saman í hrærivélaskál í 3-4 mín.
Skiptið deginu í 2 smjörpappírsklædd smelluform, u.þ.b. 24-26 cm í þvermál.
Bakið i ca 25 mín
Frostingur
200g sykur
1 tsk cream of tartar
1 eggjahvíta
1 dl sjóðandi vatn
Setjið allt í hrærivélaskál og þeytið þar til frostingurinn er orðinn hvítur og kaldur. Þetta tekur uþb 5-8 min.
Leggið kökubotnana saman með hluta af kreminu á milli og þekið síðan kökuna með kreminu.
No comments:
Post a Comment