Translate

Tuesday, May 21, 2013

Piparmintubrownies

Ég skellti i eina piparmintubrownies til að borða yfir eurovision.   Þessa uppskrift fann ég hér hjá freistingum Thelmu.




Karamellu Brownie
(Breytt uppskrift upp úr bókinni Súkkulaðiást)

Innihald

300 g. konsum 70% súkkulaði
3 egg
2 tsk. vanilludropar
300 g. púðursykur
90 g. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk salt (1 tsk. fyrir þá sem vilja fá meira saltbragð)
200 g. smjör 
300 g. Pipp karamellu súkkulaði

Aðferð

Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
Þreytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þangað til blandan verður ljós og létt. Blandið öllum þurrefnunum saman og sigtið ofan í blönduna og hrærið rólega saman við. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í pott yfir lágum hita og blandið saman við, hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið 200 g. karamellu Pipp í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið léttilega. Smyrjið eldfast bót og setjið deigið í. Bakið í 25 mín. Þegar kakan er tekin út skerið þá 100 g. af karamellu pipp í grófa bita og setjið strax ofan á kökuna svo það nái að bráðna ofan á.  Gott er svo að láta kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin. Kakan á að vera blaut í sér þegar hún er tekin úr ofninum. Gott með t.d. ís eða rjóma!


No comments:

Post a Comment