Translate

Tuesday, May 21, 2013

Eurovision

Við buðum mömmu og Benna í eurovisionpartý seinusta laugardag.  Við drógum fram stærðarinnar hátíðarkjúkling sem tók allt of mikið pláss í frystinum okkar.  Ég bjó til salat og áætlunin var að hafa hrísgrjón með en svo kom í ljós seinustu stundu að við áttum bara pínulítið af þeim.


Þetta reddaðist þó allt saman og vorum öll södd og sæl á eftir :)




Strákarnir buðu upp á brauð sem þeir bökuðu sjálfir

Svo var það eftirréttirnir:
Mamma kom með eplarétt

Ég bjó til piparmintubrownies ásamt ís ( ég bjó til brúna ísinn )

Víkingur bjó til þennan rétt.

Við urðum ansi ánægð með úrslitin enda vann Danmörk :)





No comments:

Post a Comment