Translate

Thursday, May 15, 2014

Krakáw EOA part 1

Síðasta þriðjudag fór ég í ferðalag, skildi mann og drengina eftir heima og fór með rútinni út á flugvöll.


 Naut þess að skoða flugstöðina og settist svo upp í flugvél og hélt af stað til Osló.  Í vélinni naut ég þess að vera í fríi, því ég var komin í frí alla vegana fyrsta sólarhringinn.  Ég las skemmtilega bók og byrjaði á nýrri ungbarnapeysu, blárri í þetta skiptið.


Þegar ég var komin til Osló tók ég flugexpress rútunna til Storo þar sem Hrönn, vinkona mín, tók á móti mér.  Yndislegt að hitta hana aftur, allt of langt síðan.  Lika æðislegt að geta notað svona stopp til hitta vini sem maður hittir sjaldan og búa erlendis.
Ég var hjá Hrönn, Adda og stelpunum þeirra 2 ( Iðunni og Eyrúnu ) 1 nótt.  Horfðum á eurovision saman og svo var bara ræs um sexleytið morgunin eftir.  Tók svo flugrútuna aftur út á flugvöll kl. sjö.  Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af fjölskyldunni ;(  
Á flugvellinum kláraði ég það sem ég þurfti að gera og fann meira að segja reglustiku ( ég gleymdi málbandinu mínu heima og það þarf ég að hafa þegar ég er að prjóna peysu ).  Fann gate-ið sem ég átti að fara um til að komast í flugvélina. Þar sem ég var mjög tímanlega settist ég bara niður og las í bókinni minni. Svo leið tíminn og ég fór að undrast að hitta ekki Þorleif, sem átti að vera samferða mér frá Osló til Kraká.  Ég undraðist lika að það voru svo fáir að fara með fluginu þannig að eg pakkaði saman og ákvað að ath. hvort ég væri ekki við rétt hlið.  Neinei auðvitað sat ég á röngum stað , átti að vera á hæðinni fyrir neðan.  Hitti Thomas, formann Norilco á leiðinni niður og hann var alveg steinhissa á að hitta mig og hann varð enn meira hissa þegar við hittum Þorleif ( eða Toby eins og útlendingarnir þekkja hann ).  Við náðum þó fluginu ;) og lentum ca 2 timum seinna í Krakáw í Póllandi.

Mynd úr flugvélinni sem sýnir hvernig Pólland er.

Skylti á húsi sem við keyrðum fram hjá á leið okkar frá flugvellinum á hótelið. Veit ekkert hvað það er verið að auglýsa, fannst bara krúttlegt að sjá 3 karlmenn prjóna ;)

Fyrsti dagurinn fór i að skoða mig aðeins um, klára að versla það sem ég ætlaði að versla og svo byrjaði ráðstefnan sem ég var að fara á kl. sjö með kvöldverði.  Ég var að fara á EOA , evrópska stómasamtaka ráðstefnan.  Þarna voru fulltrúar frá 24 frekar en 42 ( man það ekki vegna þess að ég gleymdi að skrifa það hjá , hélt auðvitað að ég myndi muna þessa tölu ) löndum og ekki bara evrópu heldur lika líbanon, ameriku og mexíkó.  Ég fór sem youthleader Iceilco ( fyrir ísland ) og svo var Þorleifur með mér og auðvitað Jón sem er formaður okkar hér heima og konan hans.

Áðuren að kvöldverðinum kom fór ég með dönunum og 2 strákum frá Ukraínu og skoðuðm stórt torg sem var rétt hjá hótelinu.


Við torgið voru fullt af þessum hestvögnum fyrir ferðaþyrsta ferðamenn.

Þessi stóð fyrir utan kirkjuna en listamenn i allskonar búningum voru þarna fyrir utan kirkjuna.
Harmonikkuleikarar
Inni i þessu húsi var hægt að kaupa allskonar minjagripi, úr kristal, tré eða öðrum efnum.Inni í húsinu þar sem allir sölubásarnir eru
Einn sölubás með allskonar trévörum, boxum, skákum , babúskum og fleira skemmtilegt.
Læt þetta duga í bili.

 .
No comments:

Post a Comment