Translate

Tuesday, May 27, 2014

Fjöruferð

Seinasta sunnudag fórum við fjölskyldan og mamma mín í fjöruferð.  Við skelltum okkur út á Gróttu á Seltjarnarnesi og gengum þar um fjöruna og skoðuðum skeljar og Kári ákvað að fylla sjóinn af grjóti.  Það var rigning og kuldi en gott að komast út.


Þessir sætu grallarar nutu sín í botn að fá að vaða að vild ( upp að vissu marki samt hehe ) 

Mamman fann krabbaskel sem Víkingi fannst pínu ógeðsleg i fyrstu


Þeim fannst grjótagarðurinn ansi spennandi og stilltu sér upp reglulega og Kári kallaði bara "Pabbi, taktu mynd af mér ".  

Víkingur ansi stoltur af skeljasafninu sem við fundum, þetta er þó aðeins hluti af safninu og aðeins hluti af þessu fékk að koma með heim ( þótt Víkingurinn vildi helst taka allt með sér heim )
Kári Steinn fann Stein með tré í eins og hann kallaði það.

Þetta var skemmtileg ferð, ansi kalt og við komumst að því að pollabuxurnar hans Kára leka allillilega og stígvélin han Víkings líka.  Þeir létu það ekki á sig fá og gerðu það sem þeim langaði til.  Við foreldrarnir vitu þá núna hvað þarf að bæta fyrir næstu fjöruerð.

No comments:

Post a Comment