Translate

Wednesday, May 14, 2014

Langt síðan seinast

Sælt verið fólkið ( eða getur maður ekki sagt þannig ).

Síðan ég skrifaði seinast hefur margt gerst. Litli maðurinn minn varð 5 , ég hef heimsótt 2 lönd og nú er ég í próflestri.  Ég hef líka verið í svakalegu átaki ( lífstílsbreytingu ) frá því í janúar og er svakalega ánægð með útkomuna.  Ég var mikið að pæla i því hvar ég eigi að byrja enda af mörgu að taka í þessu bloggfríi mínu.

Ætli það sé ekki best að byrja á afmæli Kára Steins.

Við gáfum honum afmælisgjöfina 2 dögum fyrir afmælið.  Ástæðan var ekki su að við gátum ekki beðið heldur var hún sú að ég var ekki heima á afmælinu hans heldur i útlöndum og okkur ( lesist mig ) langaði svo að sjá viðbrögðin hjá honum þegar hann opnaði gjöfina.
Hjá mínum strákum er það draumur að eignast STÓRAN pakka, þeir hafa ekki enn uppgötvað verðmæti litlu hlutana. En hey þeir eru bara krakkar og eiga að fá að njóta þess.  Við ákváðum því að gefa Kára Steini stóran pakka sem mun líka nýtast honum vel og hjálpa honum að þroskast og auka hreyfifærni hans.


Hann varð alveg himinlifandi og að sjálfsögðu vildi stóri bróðir hjálpa að opna pakkann.


Sá yngri gat þetta alveg sjálfur.


Það sem hann var stoltur að fá jafnvægishjól.  Hann á tvíhjól en hann fæst ekki til þess að setjast á það.  Hann er ekki enn með jafnvægið á hreinu og þetta hjól mun hjálpa honum að öðlast það sjálfstraust sem hann þarf til að geta farið að hjóla á tvíhjóli.


Ánægður snáði


Hann var svo úti að hjóla það sem eftir var dagsins eða æfa sig.

Knús og kveðjur 





No comments:

Post a Comment